Forsvarsmenn sjö banka í Bandaríkjunum verða yfirheyrðir vegna Libor hneykslisins þar sem ólögmæt áhrif voru höfð á Libor milibankavexti.

Bankarnir sem fara í yfirheyrslur eru HSBC, Royal Bank of Scotland, Barclays, Citigroup, Deutsche Bank, JPMorgan og UBS.

Í síðasta mánuði var Barclays banki sektaður um 290 milljónir punda vegna vaxtasvindlsins.

Verið er að rannsaka fleiri banka vegna svipaðra mála. Þetta kemur fram á vef BBC.