Sjö framboð hafa borist til stjórnar FKA Framtíðar, sem er deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), og kosið verður um fjögur sæti til tveggja ára á rafrænum aðalfundi á morgun.

„Starfið gengur út á virka tengslanetsuppbyggingu og hagnýta fræðslu sem nýtist sem innlegg í starfsframa og þróun, bæði fag- og persónulega,“ segir Ósk Heiða Sveinsdóttir formaður FKA Framtíð í fréttatilkynningu.

Frambjóðendur eru eftirtaldir í stafrófsröð:

Anna Björk Árnadóttir – Viðburðarstjóri hjá Concept Events og er að ljúka námi í rússnesku við HÍ.

Ásdís Auðunsdóttir – Verkefnastjóri í Áhætturáðgjöf hjá Deloitte. Útskrifaðist sem lögfræðingur árið 2015.

Hrefna Sif Jónsdóttir – Framkvæmdastjóri Tix Miðasölu og hefur setið í stjórn FKA í eitt ár.

Katrín Petersen – Verkefnastjóri á Markaðs- og samskiptasviði Íslandsbanka. Með Msc-gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum.

Rakel Lind Hauksdóttir – Fjármála- og fjáröflunarstjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Hefur lokið ML-námi í lögfræði.

Tinna Hallbergsdóttir – Starfar hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Hefur lokið Msc-gráðu í stjórnun og stefnumótun.

Unnur María Birgisdóttir – Er að starfa við ráðlagningar á mannauðsmálum, þjálfun og starfsþróun starfsmanna. Hefur lokið Msc gráðu í Þjálfunarsálfræði.

Nánari upplýsingar á heimsíðu FKA.