Sjö tilboð bárust í endurútboði Vegagerðarinnar vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar, en tilboðin voru opnuð kl. 14 í dag.

Adakris uab frá Litháen og Toppverktakar ehf. í Reykjavík áttu lægsta tilboðið sem hljóðaði upp á 698,8 milljónir króna.  Næstlægsta tilboðið kom var frá Ístaki og var upp á rúmar 807 milljónir króna.

Verkið hefur tafist um fjóra mánuði vegna gjaldþrots Jarðvéla sem sögðu sig frá verkinu í desember.

Áætlaður verktakakostnaður Vegagerðarinnar í endurútboði verksins var 770 milljónir króna.

Tilboðin voru sem hér segir:

Glaumur og Árni Helgason buðu 917.768.100 krónur.

Háfell bauð 841.841.841krónur.

Ístak bauð 807.129.603 krónur.

Adakris uab og Topp verktakar ehf.  buðu 698.800.000 krónur.

Íslenskir Aðalverktakar buðu 955.144.000 krónur.

Loftorka ehf. og Suðurverk hf. buðu 847.279.900 krónur.

Hlaðbær Colas bauð 969.476.470 krónur.