Verkfræðistofan EFLA hefur úthlutað í fyrsta sinn úr Samfélagssjóði sínum. Sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins en markmið sjóðsins er að láta gott af sér leiða í samfélaginu og veita styrki til verðugra verkefna. Um 70 umsóknir bárust að þessu sinni og hlutu sjö verkefni styrki.

Verkefnin eru öryggisvesti sem dreift verður fyrir öll 6 ára börn; tónleikaröð í Kaldalóni í Hörpu þar sem ungum og efnilegum röddum er gefið tækifæri á að koma fram; starf júdódeildar UMFN (starfið er allt rekið í sjálfboðavinnu); Kafbáturinn – nemendaverkefni í Háskólanum í Reykjavík; Kaup á búnaði fyrir neyðarvistunarheimili í Kópavogi; GPS tæki fyrir Skátafélagið Árbúa; Stuðningur við knattspyrnulið Fjarðarbyggðar.