Samkvæmt bráðabirgðatölum, sem ekki hafa verið endurskoðaðar, úthlutaði STEF alls 268,4 milljónum króna í höfundaréttargreiðslur til íslenskra höfunda og annarra innlendra rétthafa á árinu 2009, samkvæmt upplýsingum frá Eiríki Tómassyni, framkvæmdastjóra STEFs.

Þar af var 71,2 milljónum króna úthlutað til þeirra vegna opinbers flutnings á íslenskri tónlist erlendis. Fjöldi þeirra höfunda og annarra rétthafa, sem fékk úthlutað á árinu 2009, var um 1600, og eru þá aðeins taldir innlendir rétthafar.

Alls fengu 38 íslenskir höfundar og aðrir innlendir rétthafar úthlutað meira en 1 millj. kr. á árinu 2009, þar af fengu sjö úthlutað meira en 3 millj. kr.

Nánar um höfundarréttargreiðslur tónlistarmanna og samninga við Hugverkasjóð Íslands í Viðskiptablaðinu.