Tilboð bárust frá sjö fyrirtækjum í útboði Landsvirkjunar um Búðarhálsvirkjun  - byggingarvinna“ sem opnuð voru í dag. Tilboðin voru í þrennu lagi, þ.e. í stöðvarhús, aðrennslisgöng og Sporðöldustíflu. Lægsta tilboðið í Sporðöldustíflu átti Búðarafl sf. og var það upp á ruma 2,3 milljarða eða 91% af rúmlega 2,5 milljarða króna kostnaðaráætlun. Þrjú önnur fyrirtæki buðu í þetta verk. Það var Ístak hf. sem bauð 95,4% af kostnaðaráætlun, Suðurverk hf. sem var nálægt 100% af kostnaðaráætlun og kínverska fyrirtækið China International Water & Electric Corp. sem bauð tæplega 11,9 milljarða í verkið eða 471,6% af kostnaðaráætlun.

Fjögur fyrirtæki buðu í gerð Aðrennslisganga. Þar átti Ístak hf. lægsta tilboðið upp á tæpa 4,2 milljarða eða 74,2% af 5,6 milljarða króna kostnaðaráætlun. Þá kom Búðarafl sf. með 83,7% og þýska fyrirtækið DYWIDAG International GmbH. Sem bauð 201,5% af kostnaðaráætlun. Kínverska fyrirtækið China International Water & Electric Corp. skar sig svo úr með tilboð upp á 294,7% af kostnaðaráætlun.

Fimm fyrirtæki buðu í byggingu á stöðvarhúsi virkjunarinnar. Þar átti Búðarafl sf. Lægsta tilboðið upp á tæpa 3,6 milljarða króna, eða 78,7% af tæplega 4,6 milljarða króna kostnaðaráætlun. Næst kom ístak með 79,3% af kostnaðaráætlun, Jáverk ehf. var með 106,6% og Eykt ehf. var ,eð 108% af kostnaðaráætlun. Kínverjarnir skáru sig þarna úr líka með því að bjóða 235,4% af kostnaðaráætlun.

Ístak hf, CWE og Búðarafl sf buðu margvíslega afslætti af tilboðum ef samið yrði um tvö eða fleiri verk.