Sjö manns bjóða sig fram til stjórnar útgerðarfyrirtækisins HB Granda. Kosið verður um sæti í stjórninni þann 28. apríl næstkomandi, eftir tvo daga. Kosið verður með margfeldiskosningu, samkvæmt kröfu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.

Eftirtalin eru í framboði til stjórnarinnar:

  • Albert Þór Jónsson
  • Anna G. Sverrisdóttir
  • Halldór Teitsson
  • Hanna Ásgeirsdóttir
  • Kristján Loftsson
  • Rannveig Rist
  • Þórður Sverrisson

Aðeins geta fimm manns setið í stjórn og munu því tveir frambjóðendur ekki vera kjörnir. Þegar sitja þau Kristján, Hanna, Rannveig, Halldór og Þórður í stjórn. Því eru framboð Alberts og Önnu G. ný.

Stjórnarkjörið þarf að uppfylla ákvæði um kynjahlutföll í samþykktum HB Granda sem og í lagabálkum - en samkvæmt þeim er stjórnarkjör ógilt ef hlutfall hvors kyns er lægra en 40%.