Staða Horns fjárfestingarfélags er sterk. Eignasafn félagsins er ekki gefið upp opinberlega.

Horn fjárfestingarfélag ehf., sem er að fullu í eigu Landsbankans, greiddi eiganda sínum sjö milljarða í arð vegna rekstrarársins 2009. Það er upphæð sem nemur 70% af nafnvirði hlutafjáreignar, sem er því um 10 milljarðar.

Félagið á eignir upp á rúmlega 33 milljarða en skuldirnar eru í heild upp á 219 milljónir, að því er fram kemur í ársreikningi félagsins. Eigið féð er því samtals 32,8 milljarðar króna. Skuldirnar skiptast í óuppgerð viðskipti upp á 138,2 milljónir og skammtímaskuldir upp á 81,3 milljónir.

Eignirnar skiptast í handbært fé upp á 8,9 milljarða, skuldabréf og önnur verðbréf með föstum tekjum upp á 628,9 milljónir, hlutabréf og önnur verðbréf með breytilegum tekjum upp á 23,1 milljarð og síðan aðrar eignir upp á 370 milljónir.

Nánar er fjallað um málið nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins . Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .