Útflutningstekjur af kolmunna, norsk-íslenskri síld og makríl munu dragast saman um tæpa sjö milljarða á næsta ári ef farið verður eftir veiðiráðfjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins. Er þetta mat Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ). Morgunblaðið greinir frá.

„Þarna er um að ræða tapaðar gjaldeyristekjur upp á sjö milljarða. Við verðum því af gríðarlegum tekjum. Heildartekjur af sjávarútveginum á síðasta ári voru tæpir 260 milljarðar. Það er því auðséð að þetta hefur veruleg áhrif,“ segir Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri LÍÚ, í samtali við Morgunblaðið.