*

laugardagur, 16. október 2021
Innlent 18. júní 2021 10:01

Sjö milljarða velta GG

Hagnaður GG jókst milli ára. Félagið deilir við verkkaupa um lokauppgjör á einu verki.

Jóhann Óli Eiðsson
Gylfi Gíslason stjórnarmaður og eigndi 40% hlutar í GG.
Haraldur Guðjónsson

Samstæða GG ehf., sem inniheldur meðal annars Jáverk, Ham þróunarfélag og Gróttubyggð, hagnaðist um 482 milljónir króna á síðasta ári og var afkoman 42 milljónum betri en árið áður.

Tekjur námu sjö milljörðum og hækkuðu um 1,8 milljarða króna. Þá aukningu má að hluta skýra með því að félögum innan samstæðunnar fjölgaði á árinu.

Leiðrétting: Í prentútgáfu og upphaflegri vefútgáfu var staðhæft að Jáverk ætti í deilum við Skugga 4 ehf. um lokauppgjör. Það er ekki rétt en hið rétta er að það er GG verk ehf., en ekki GG ehf., sem deilir við Skugga 4. Texta fréttarinnar hefur verið breytt í samræmi við þetta og eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar.

EBITDA samstæðunnar var 741 milljón samanborið við 429 milljónir árið á undan. Ekki er lagt til að arður verði greiddur út til hluthafa. Eignir eru metnar tæplega 6,9 milljarðar, eigið fé er 2,7 milljarðar og skuldir rúmlega fjórir milljarðar.

Í árslok síðasta árs stóð yfir deila milli Jáverks og verkkaupa um lokauppgjör eins verks. Á síðasta ári og í byrjun þessa innleysti verkkaupi verkábyrgð vegna meintra galla en Jáverk hefur höfðað mál til greiðslu lokauppgjörs. Dómkvaddir hafa verið matsmenn á báða bóga.

Stikkorð: GG