Íslenskir stjórnmálaflokkar fengu samtals úthlutað tæplega 7 milljörðum króna úr ríkissjóði, á verðlagi dagsins í dag, á tímabilinu 2010 til 2022. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur verið stærsti flokkur landsins á tímabilinu, er sá stjórnmálaflokkur sem hefur fengið hæsta úthlutun úr ríkissjóði á tímabilinu, eða alls ríflega 1,7 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag.

Á ári hverju fá stjórnmálaflokkar úthlutun úr ríkissjóði, en kveðið er á um þetta í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Greiðslur hvers árs eru samkvæmt ákvörðun fjárlaga hverju sinni. Til þess að eiga rétt á framlagi þarf stjórnmálaflokkur að hafa fengið að minnsta kosti einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5% atkvæða. Framlagið skiptist svo hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í nýjustu kosningum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með framkvæmd greiðslna framlagsins.

Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur verið stærsti flokkur landsins á tímabilinu, er sá stjórnmálaflokkur sem hefur fengið hæsta úthlutun úr ríkissjóði á tímabilinu, eða alls ríflega 1,7 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag.

Á ári hverju fá stjórnmálaflokkar úthlutun úr ríkissjóði, en kveðið er á um þetta í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Greiðslur hvers árs eru samkvæmt ákvörðun fjárlaga hverju sinni. Til þess að eiga rétt á framlagi þarf stjórnmálaflokkur að hafa fengið að minnsta kosti einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5% atkvæða. Framlagið skiptist svo hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í nýjustu kosningum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með framkvæmd greiðslna framlagsins.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.