Sem stendur eru sjö milljónir bandaríkjamanna á atvinnuleysisbótum. Fjórðungur þessara einstaklinga mun falla af atvinnuleysisskrá frá og með áramótum nema þingið samþykki breytingu á lögum sem lengir þann tíma sem einstaklingar geta verið á atvinnuleysisbótum. Þetta kemur fram í Morgunpósti IFS greiningar.

Sem stendur er atvinnuleysi í landinu um 8,6% og eru um 4,6 einstaklingar um hvert laust starf sem býðst.