„Við miðum starfsmannaþörfina við verkefnin. Þeim hefur fækkað,“ segir Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Slitastjórnin sagði í vikunni upp sjö starfsmönnum. Eftir uppsagnirnar eru starfsmenn slitastjórnarinnar um 30 talsins.

Steinunn segir í samtali við vb.is ástæðuna fyrir uppsögnunum þá að úrvinnsla eigna hafi gengið mjög vel og starfsfólki verið fækkað í samræmi við það.

Um áramótin síðustu voru eignir Glitnis metnar á 934 milljarða króna. Skuldir námu á móti 2.431 milljörðum króna. Eigið fé Glitnis var því neikvætt um 1.497 milljarða króna. Af eignunum voru um síðustu áramót um 462 milljarðar eða um helmingum eigna reiðufé eða ígildi þess.

Ljóst er að starfsmönnum slitastjórna föllnu bankanna hefur fækkað nokkuð upp á síðkastið en í byrjun febrúar sagði slitastjórn Kaupþings upp átta starfsmönnum. Starfsmennirnir höfðu unnið að verkefnum á vegum slitastjórnarinnar sem var að ljúka.

Á meðal efnis í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun er :

  • Seðlabankinn rannsakar Reitir
  • Straumborg leitar nauðasamnings
  • Fyrirtæki geta sótt um undanþágur frá gjaldeyrishöftum
  • Allt um titringinn á skuldabréfamarkaði
  • Fjárfestingarstig í landinu er alltof lágt
  • Breytingar á lögum um lífeyrisréttindi kostar tæpa 500 milljarða
  • Minnihluti atvinnuveganefndar leggst ekki gegn Bakkafrumvörpum
  • Viðskiptablaðið hjálpar lesendum að spara skattana
  • Leitað að erlendum sérfræðingum til að semja við kröfuhafa
  • Rýnt í afkomutölur og hagnað bankanna
  • Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, er í ítarlegu viðtali. Hann segir m.a. að skilaboð stjórnvalda um að halda í 70% hlut í bankanum fæla mögulega fjárfesta frá
  • Fjallað um erindi Philip Booth um bankana
  • Hlauparar ræða um besta búnaðinn
  • Viðskiptablaðið fylgist með Hönnunarmars
  • Markaðs- og framkvæmdafyrirtækið Wedo nemur ný lönd
  • Það helsta úr VB sjónvarpi í vikunni sem leið
  • Óðinn skrifar um höktið í hagkerfinu
  • Nærmynd af ólíkindatólinu Mikael Torfasyni ritstjóra Fréttablaðsins
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um fylgi stjórnmálaflokka
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar og margt, margt fleira