Sjö sóttu um stöðu rektors við Háskólann á Akureyri, en nöfn umsækjenda voru birt í dag. Starfið var auglýst laust til umsóknar 31. janúar síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 28. febrúar. Eftirtaldir aðilar sækja um stöðuna:

  • Dr. Anna Elísabet Ólafsdóttir. Aðstoðarrektor - Háskólinn á Bifröst
  • Dr. Eyjólfur Guðmundsson.  Director and Lead Economist – CCP hf
  • Dr. Javier Sánchez Merina.  Assistant Professor - Alicante University, Spain
  • Dr. Sigurður Kristinsson. Prófessor - Háskólinn á Akureyri
  • Dr. Sveinn Aðalsteinsson. Framkvæmdastjóri - Starfsafl
  • Dr. Sveinn Viðar Guðmundsson. Prófessor - Toulouse Business School, France
  • Dr. Ögmundur Knútsson.  Forseti viðskipta- og raunvísindasviðs - Háskólinn á Akureyri

Sérstök valnefnd mun fara yfir umsóknir og skila niðurstöðum sínum til háskólaráðs.