Hátæknifyrirtækið Marel hefur sagt upp sjö starfsmönnum hér á landi. Uppsagnirnar fóru fram í síðustu viku. Vísir greinir frá þessu.

„Við erum í því ferli að skerpa á áherslum í rekstrinum og óhjákvæmilega fylgja því uppsagnir,“ segir Auðbjörg Ólafsdóttir, yfirmaður samskipta- og fjárfestatengsla, í samtali við Vísi.

550 manns starfa hjá Marel í Garðabæ.