Sjö aðalmenn og tveir varamenn hafa verið tilnefndir til bankaráðs Landsbankans. Einnig hefur verið lagt til að Helga Björk Eiríksdóttir verði kjörin formaður bankaráðs Landsbankans. Auk þess hefur sitjandi bankaráð lagt til að greiddir verði 28,5 milljarðar króna í arð til íslenska ríkisins fyrir reikningsárið 2015.

Eftirtalin hafa verið tilnefnd sem aðalmenn í bankaráð Landsbankans:

  • Berglind Svavarsdóttir, hæstaréttarlögmaður
  • Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar
  • Danielle Pamela Neben,
  • Helga Björk Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Integrum
  • Hersir Sigurgeirsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
  • Jón Guðmann Pétursson, fyrrverandi forstjóri Hampiðjunnar
  • Magnús Pétursson, fyrrverandi ríkissáttasemjari

Áður sátu í bankaráðinu þau Tryggvi Pálsson, formaður, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, varaformaður, Danielle Pamela Neben, Helga Björk Eiríksdóttir, Jón Sigurðsson, Kristján Davíðsson og Jóhann Hjartarson.

Þá hafa eftirtalin verið tilnefnd sem varamenn í bankaráð Landsbankans:

  • Ásbjörg Kristinsdóttir
  • Einar Þór Bjarnason

Áður voru varamenn þau Árni G. Hauksson og Tinna Laufey Ásgeirsdóttir.