*

þriðjudagur, 17. maí 2022
Innlent 5. júní 2020 15:42

Sjö vilja inn í stjórn Haga

Framboðsfrestur til stjórnar Haga hf. rann út 4. júní, sjö aðilar gefa kost á sér en fimm verða skipaðir.

Erna Gísladóttir er stjórnarformaður Haga.
Haraldur Guðjónsson

Framboðsfrestur til stjórnar Haga hf. rann út þann 4. júní síðastliðinn.

Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins, í stafrófsröð:

  • Albert Jónsson (f. 1962),sjálfstætt starfandi viðskiptafræðingur
  • Davíð Harðarson (f. 1976), fjármálastjóri Nordic Visitor
  • Eiríkur S. Jóhannsson (f. 1968), forstjóri Slippsins á Akureyri
  • Eva Bryndís Helgadóttir (f. 1972), lögmaður hjá LMB Mandat slf.
  • Jensína Kristín Böðvarsdóttir (f. 1969), ráðgjafi hjá Valcon consulting
  • Katrín Olga Jóhannesdóttir (f. 1962), eigandi Kría konsulting ehf.
  • Rósalind Guðmundsdóttir (f. 1976),framkvæmdastjóri Vélsmiðju Guðmundar ehf.

Stjórn félagsins verður skipuð fimm einstaklingum. Aðalfundur Haga hf. verður haldinn þriðjudaginn 9. júní 2020. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík og hefst hann kl. 09:00.

Stikkorð: Hagar framboð