Fyrirtækið Sjóböð ehf. hefur óskað eftir lóð við Húsavíkurhöfða. Erindi þessa efnis var tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings í fyrradag. Lagði nefndin til að bæjarstjórn myndi hefja viðræður við fyrirtækið. Á lóðinni hyggst félagið byggja og reka sjóböð sem nýta munu heitt vatn úr borholum á svæðinu.

Áætluð stærð baðsvæðisins er tæpir 1.000 fermetrar en stefnt er að því að reisa 500 fermetra byggingar í tengslum við starfsemina. Í framtíðinni hefur fyrirtækið áhuga á að byggja heilsuhótel á svæðinu. Fyrirtækið Sjóböð ehf. var stofnað 19. október í fyrra af Norðursiglingu á Húsavík, BASALT arkitektum í Reykjavík, Sögu fjárfestingarbanka, Orkuveitu Húsavíkur og fjárfestingarsjóðnum