Fyrirtækið Sjóböð ehf. hefur tekið þátt í undirbúningi á opnun Sjóbaða við Húsavík.Fyrsta skóflustungan að Sólblöðunum var tekin í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjóböðum ehf.

Stærstu hluthafar í fyrirtækinu eru: Tækifæri hf., Norðursigling, Baðfélag Mývatnssveitar, Orkuveita Húsavíkur og Dimmuborgir ehf.

Norðurland hefur vaxið mjög í vinsældum sem ferðamannastaður. Talið er líklegt að svæðið muni halda áfram að vaxa sem slíkt á komandi misserum. Þannig er útlit fyrir að ríflega 200 þúsund ferðamenn komi til Húsavíkur á þessu ári og verða því Sjóböðin kærkomin viðbót við afþreyingu á svæðinu.

Einstakur baðstaður

Sjóböðin verða „einstakur baðstaður“ að mati aðstandenda og verða staðsett skammt norðan Húsavíkur. Þar verður útsýni út á Skjálfanda og yfir í Kinnarfjöllin. Lónin verða fyllt með heitum sjó sem kemur úr borholum á Húsavíkurhöfðanum.

Aðstandendur gera ráð fyrir að gestir á fyrsta ári verði um 40 þúsund og að þeim komi til með að fjölga jafnt og þétt.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að Sjóböðunum við hátíðlega athöfn í dag. Framkvæmdir eru fjármagnaðar að fullu og gera áætlanir ráð fyrir að fyrstu gestirnir fari í Sjóböðin fyrri hluta ársins 2018.

Laugasvæði Sjóböð
Laugasvæði Sjóböð
© Aðsend mynd (AÐSEND)