Fjármálaeftirlitið hefur sent dreifibréf til allra lífeyrissjóða þar sem ítrekað er að sjóðfé­lag­ar sem ráðstafa hluta í sér­eigna­sjóð ráði sjálf­ir í hvaða sér­eigna­sjóð það verður. Fjármálaeftirlitið birti frétt þess efnis inn á heimasíðu sinni í gær.

Bréfið er sent út í til­efni breyt­inga sem urðu á líf­eyri­s­kerf­inu frá og með síðustu mánaðamót­um þegar fram­lag at­vinnu­rek­enda hækkaði um 1,5% upp í 10% af laun­um og launþegum bauðst að setja allt að 2% af laun­um í svo­kallaða til­greinda sér­eign.

Frá þessu var greint í fjölmiðlum fyrr í vikunni en í frétt eftirlitsins segir að vegna vill­andi frétta­flutn­ings og upp­lýs­inga á heimasíðum líf­eyr­is­sjóða hafi Fjár­mála­eft­ir­litið ákveðið að senda líf­eyr­is­sjóðum dreifi­bréf þar sem ít­rekað er að þeir sjóðfé­lag­ar sem ráðstafa hluta í sér­eigna­sjóð ráði sjálf­ir í hvaða sér­eigna­sjóð það verður.