Hagnaður Kælismiðjunnar Frosts ehf., sem rekur viðhalds- og þjónustustöð fyrir kælibúnað, nam tæpum 230 milljónum króna eftir skatt fyrir árið 2020. Hagnaður félagsins meira en tvöfaldaðist milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir síðasta ár.

Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBIDTA) fyrir árið voru 306 milljónir. Rekstrartekjur félagsins jukust um 479 milljónir á milli ára og námu tæpum 3,1 milljarði. Þá lækkuðu skuldir félagsins um 33% og námu 360 milljónum.

Arður upp á 160 milljónir var greiddur á árinu og þá fjölgaði stöðugildum um þrjú á árinu. Stærstu hluthafar Kælismiðjunnar Frosts ehf. eru KEA svf. og Samherji hf. með sitthvorn 20,8% hlutinn.