Íslensk erfðagreining tapaði tæpum 14 milljónum dollara, á annan milljarð króna, á árinu 2011 samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins. Þar kemur einnig fram að eiginfjárstaða fyrirtækisins sé neikvæð um rúmlega 51 milljón dollara í lok sama árs, sem jafngilti rúmlega sex milljörðum króna miðað við gengi þess tíma.

Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, var gefinn kostur á að tjá sig um málið en bauðst til að ræða við blaðamann í kringum 10. desember þar sem hann vildi ekki ræða málefni fyrirtækisins að svo stöddu. Eftir að því tilboði var hafnað af hálfu Viðskiptablaðsins og honum tjáð að fyrirtækið yrði til umfjöllunar í næsta blaði sagði Kári að þetta yrði síðasti skipti sem hann myndi ræða við blaðamann og sleit símtalinu.

Samkvæmt upplýsingum í ársreikningi félagsins veltur áframhaldandi rekstur þess að stórum hluta á fjármögnun núverandi eigenda. Þá segir að gert sé ráð fyrir að Íslensk erfðagreining hafi rekstrarfé fram á fyrsta ársfjórðung 2013 en að miklu leyti þurfi að treysta á fjármögnun eigenda út árið 2013.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.