Þrír sjóðir Stefnis, dótturfélags Arion banka, keyptu hluta af þeim bréfum í fasteignafélaginu Reginn sem Landsbankinn seldi í gær. Helstu eignir Regins eru Smáralind í Kópavogi og Egilshöll í Grafarvogi.

Fram kemur í flöggunartilkynningu að þetta voru sjóðirnir Stefnir - ÍS 5, Stefnir - Samval og Eignaval - Hlutabréf. Fyrir viðskiptin áttu sjóðirnir samtals 8,72% hlut í Regin en eftir þau 12,82%.

Gengi hlutabréfa Regins hækkaði um 4% við upphaf viðskipta í dag. Það stóð í 12,45 krónum á hlut í gær. Miðað við það má ætla að sjóðirnir hafi keypt hlutabréf í félaginu fyrir 522,9 milljónir króna.