Fjárfestingarfélag fyrrum varaforseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandans Al Gore, Generation Investment Management LLP, hyggst fjárfesta í Asíu fyrir 500 milljónir dala. Félagið kaupir eingöngu hlut í fyrirtækjum sem talin eru sjálfbær og vistvæn.

Bloomberg fréttastofa greinir frá. Til stendur að sjóðurinn byrji að fjárfesta í júlí næstkomandi, meðal annars í kína og á Indlandi.

Gore stofnaði Generation Investment Management árið 2004 og hafa fjölmargir auðugir einstaklingar og fagfjárfestasjóðir fjárfest.