Framtakssjóðurinn Auður I, sem rekinn er af Auði Capital, skilaði 490 milljóna króna hagnaði í fyrra. Sjóðurinn hefur skilað 20% ávöxtun á ári frá upphafi, samkvæmt upplýsingum frá Auði Capital.

Þar segir að heildareignir sjóðsins námu 3.844 milljónum króna í lok síðasta árs og jukust þær um 22% frá árinu 2011.

Sjóðurinn Auður I á hlut í átta fyrirtækjum. Stærstu eignirnar eru Ölgerðin, Já upplýsingaveitur og Securitas. Smærri eignir eru Íslenska gámafélagið, Yggdrasill, Lifandi markaður, Tal og Gagnavarslan. Hver eignarhlutur er á bilinu 19-100%.

Alls veltu félög sjóðsins yfir 22 milljörðum í fyrra og hjá þeim störfuðu 950 starfsmenn. Sjóðurinn var settur á laggirnar í febrúar árið 2008. Hann er í eigu 26 fjárfesta. M.a. stærstu lífeyrissjóða landsins, stofnanafjárfesta, einstaklinga og Auðar Capital.