Horn III, framtakssjóður í stýringu hjá Landsbréfum, hefur fest kaup á Bus Hostel í gegnum félögin Pac1501 ehf. og Hvaleyri hf. Pac1501 stendur að starfsemi Hvaleyrar hf. og er móðurfélag þess.

Samþykki Samkeppniseftirlitsins þurfti til að þessi samruni mæti ganga í gegn og samþykkti Samkeppniseftirlitið samrunann í ákvörðun sinni sem dagsett er í dag.

Bus Hostel starfrækir samnefnt hostel við Skógarhlíð og einnig Hótel Grím við Efstaland í Reykjavík sem samtals rúma 118 gesti sem sé um 1% af heildarfjölda hótelrúma á höfuðborgarsvæðinu.

Samkeppniseftirlitið mat það svo að engar vísbendingar liggi fyrir um að samruninn komi til með að hindra virka samkeppni í skilningi 17. gr. c samkeppnislaga. Því ákvað það að aðhafast ekki vegna þessa samruna.