Sjóður í vörslu Rekstrarfélags Virðingar hefur endurfjármagnað Íþrótta- og sýningarhöllina, sem er nýrri hluti Laugardalshallarinnar. Sjóðurinn fjármagnar sig með útgáfu eignavarinna skuldabréfa sem seld voru fagfjárfestum og verða skráð í kauphöllina Nasdaq OMX Iceland.

Heildarfjárhæð endurfjármögnunarinnar er rúmir tveir milljarðar og var hún nýtt til að greiða upp eldri og óhagstæðari lán. Ný fjármögnun er á 3,65% vöxtum til 35 ára. Með endurfjármögnuninni  lækkar vaxtakostnaður og greiðslubyrði félagsins umtalsvert.

Íþrótta- og sýningahöllin er í jafnri eigu Reykjavíkurborgar og Samtaka Iðnaðarins.