Herzfeld Caribbean Basin sjóðurinn, hækkaði um allt að 17% í viðskiptum dagsins. Sjóðurinn sérhæfir sig í fjárfestingum í Karabískahafinu og gæti notið góðs af markaðsvæðingu Kúbu. Í sögulegu samhengi hefur sjóðurinn hækkað, í hvert sinn sem einræðisherrannFidel Castro hefur orðið fyrir áföllum.

Þessi umræddi sjóður hefur í gegnum tíðina fjárfest í fyrirtækjum í ferðaþjónustu og verktakafyrirtækjum sem hafa séð um innviðauppbyggingu, til að mynda á Kúbu. Stærsta staða sjóðsins er í verktakafyrirtækinu MasTec Inc.

MasTec Inc. dregur nafn sitt af Jorge Mas Canosa, sem var gerður útlægur eftir að hafa mótmælt Castro. Jorge Mas fór þá til Bandaríkjanna og stofnaði Cuban American National Foundation, samtök sem eiga að vekja athyggli á frelsi, lýðræði og mannréttindum, sem hafa ekki fengið að njóta sín undir stjórn Castro.

Samtökin starfa enn í dag og situr sonur Jorge Mas meðal annars í stjórn þeirra. Sonur Jorge Mas er þó einnig stofnandi MasTec og gegnir forstjórastöðu þess.

Sjóðurinn hefur einnig fjárfest í félögum á borð við Royal Caribbean Cruises Ltd., Norwegian Cruise Line Holdins og Carnical Corp. Einnig hefur verið fjárfest í Copa Holdings SA, en dótturfyrirtæki þess sinnir flugþjónustu til og frá eyjunni.