Greiddar gistinætur á öllum tegundum gististaða hér á landi voru um 362.000 talsins í nóvember, eða tæplega sjöfalt fleiri gistinætur en fyrir ári síðan þegar þær voru 55.000. Hins vegar var fjöldi gistinátta í nóvember um 24% færri en í nóvember 2019. Þetta kemur fram í f rétt á vef Hagstofunnar .

Gistinætur útlendinga voru um 269.000 í síðasta mánuði og voru sextán sinnum fleiri en í nóvember 2020 þegar þær voru 17.000 talsins, en sóttvarnaraðgerðir á landamærum voru mun strangari fyrir ári síðan. Gistinætur Íslendinga fjölguðu nokkuð á milli ára og voru um 93.000, en til samanburðar voru þær 38.000 fyrir ári síðan.

Um 74% gistinátta voru erlendar í síðastliðnum nóvembermánuði. Hlutfallið var öfugt á sama tíma í fyrra, þegar um 70% gistinátta voru íslenskar.

Gistinætur á hótelum í nóvember voru um 250.600, en þær voru einungis tæplega 24.000 á sama tíma í fyrra. Ef eingöngu er horft til höfuðborgarsvæðisins jukust hótelgistingar um fimmtánfalt milli ára, fóru úr tæplega 10.000 upp í um 158.000.