Margt getur breyst á tuttugu árum, og nýjustu tölur frá rannsóknum PriceWaterhouseCoopers og bankanum svissneska bankanum UBS sýna að tala kvenkyns milljarðamæringa hefur sannarlega aukist.

Árið 1995 voru þær 22 talsins með tölu, en nú tuttugu árum síðar eru þær orðnar 145. Félagaaukning í þennan mjög smávaxna klúbb hefur verið talsvert örari á kvenkyns-kantinum en karl-megin.

Fleiri og fleiri ríkar konur koma frá asískum löndum. Löndum á borð við Hong Kong, Kína og Indland. Meðal þeirra má nefna Zhang Xin, fimmtuga kínverska fasteignamógúlinn sem er talin eiga í kringum 3 milljarða bandaríkjadala, eða um 390 milljarða íslenskra króna.

Þrátt fyrir öran vöxt kvennanna er milljarðamæringaklúbburinn enn að þorra karlkyns. Í heildina telja rannsóknir PWC og UBS heila 1.202 karlkyns milljarðamæringa. Tala þeirra hefur þó aukist fimmfalt - meðan eins og fyrr nefndi hefur tala kvenna aukist sjöfalt.

Vert er að taka það fram að þegar talað er um milljarðamæring er verið að meina konur sem eiga meira en 1 milljarð bandaríkjadala í hreina eign - það er rúmlega 130 milljarða íslenskra króna miðað við núverandi gengi.