Sjöfn Þórðardóttir hefur gengið til liðs við Podium ehf. sem samskiptaráðgjafi og viðburðastjórnandi.

Sjöfn hefur starfað sem verkefnisstjóri, kosningastjóri og almannatengill sl. 18 ár og  hefur auk þess setið í fjölmörgum stjórnum, nefndum og ráðum á vettvangi sveitarstjórnarmála í tæpa tvo áratugi. Hún hefur enn fremur setið í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera samhliða þeim störfum sem hún hefur sinn.

Sjöfn hefur síðustu tvö árin starfað sem framkvæmdastjóri Landssambands Sjálfstæðiskvenna. Hún starfaði áður við kennslu í Hofsstaðaskóla í Garðabæ en hefur undanfarin misseri sinnt  forfallakennslu hjá Grunnskóla Seltjarnarness samhliða öðrum störfum.

Sjöfn útskrifaðist með B.ed gráðu í grunnskólakennarafræðum á íslenskukjörsviði frá HÍ og hefur hún einnig tekið ýmis námskeið í tengslum við mannlíf og atvinnulíf.

Podium var stofnað í febrúar á síðasta ári og sérhæfir sig í stjórnendaráðgjöf á sviði stefnumótunar, breytingastjórnunar, markaðsmála og samskiptamála.