*

mánudagur, 20. september 2021
Innlent 3. maí 2018 07:01

Sjöföld ávöxtun á átján mánuðum

Eigendur Icelandic Iberica fá nær sjö milljörðum meira fyrir fyrirtækið en þeir lögðu til þegar þeir keyptu það árið 2016.

Ingvar Haraldsson
Bjarni Ármannsson verður næst stærsti hluthafi Iceland Seafood International eftir viðskiptin.
Eggert Jóhannesson

Eigendur spænska sölufyrirtækisins Icelandic Iberica munu selja fyrirtækið á fjórfalt hærra verði en þeir greiddu fyrir það á tæplega einu og hálfu ári. Að teknu tilliti til þess að ríflega 40% kaupanna voru fjármögnuð með lánsfé munu eigendur Icelandic Iberica hafa sjöfaldað fjárfestingu sína.

Á mánudaginn var tilkynnt um kaup Icelandic Seafood International (ISI) á Solo Seafood ehf., eiganda Icelandic Iberica. Greitt verður fyrir félagið með 1.047 milljón nýjum hlutum í ISI en markaðsvirði hlutanna við lokun markaða í gær nam um 7,9 milljörðum króna. Samtals munu hluthafar í Solo Seafood eignast tæplega 45% hlut í ISI.

Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, Hjörleifur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Icelandic Iberica, og sjávarútvegs-fyrirtækin Nesfiskur, Jakob Valgeir og FISK-Seafood keyptu Icelandic Iberica af Icelandic Group á 1,83 milljarða króna í desember árið 2016 að því er kemur fram í ársreikningum Solo Seafood fyrir árin 2016 og 2017. Icelandic Group var þá í eigu Framtakssjóðs Íslands en eigendur framtakssjóðsins eru sextán lífeyrissjóðir, Landsbankinn og VÍS.

Yfir 40% fjármagnað með lánsfé

Kaupendurnir lögðu sjálfir til tæplega 1,1 milljarða króna í Solo Seafood árið 2016. Þar af var 491 milljón króna lögð fram sem hlutafé og 600 milljónir króna með lánsfé. Afgangurinn, yfir 700 milljónir króna, var fjármagnaður með láni í evrum frá þriðja aðila. Sjávarsýn er stærsti hluthafi Solo Seafood og átti um síðustu áramót 24% hlut, Nesfiskur, Jakob Valgeir og FISK-Seafood áttu hvert um sig 22% hlut og Hjörleifur Ásgeirsson átti 10% hlut.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð. Aðrir geta skráð sig í áskrift hér. Meðal annars efnis í blaðinu er: