Til að vernda hagsmuni eigenda hlutdeildarskírteina í Sjóði 9, Sjóði 1 og Sjóði 9 EUR og tryggja verðmæti eigna verða þessir sjóðir lokaðir  í dag, þriðjudaginn 30 september.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Glitni.   „Ákvörðun okkar byggir fyrst og fremst á því að vernda hagsmuni þeirra einstaklinga og fyrirtækja sem eiga í þessum sjóðum, á þann hátt að hámarka verðmæti þeirra,“ segir í tilkynningunni.

„Með þessu erum við að tryggja rétta og bestu verðmyndun á eignum viðskiptavina okkar í sjóðunum. Standa vonir til að allir sjóðir munu opna fyrir viðskipti á morgun.“