Ríkisstjórn Belgíu, í samstarfi við ríkisstjórn Lúxemborgar, samþykkti í dag að setja á fót sérstakan tryggingasjóð til að verja innistæður viðskiptavina Kaupthing Edge í löndunum tveimur.

Reuters fréttastofan hefur Didier Reynders, fjármálaráðherra Belgíu að um 75 – 100 milljón evra verði settar í sjóðinn en það er sagt duga til að greiða innistæðueigendum Kaupthing Edge til baka þær upphæðir sem þeir höfðu lagt inn á reikninga bankans.

Fram kemur í frétt Reuters að ríkisstjórn Lúxemborg mun einnig leggja til fjármagn í sjóðinn en enn á eftir að vinna úr smáatriðum um aðkomu Lúxemborgar að honum.