Varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna segir skynsamlegt að lífeyrissjóðirnir eignist í orkufyrirtækjunum. Hann segir Íslendinga ekki vera barnanna bestir þegar kemur að því að notfæra sér eignarhaldsfélög.

„Er sjálfsagt að við fáum að fjárfesta erlendis að vild en bönnum öðrum þjóðum að fjárfesta hjá okkur? Varla. Er sjálfgefið að Evrópubúar séu betri erlendir fjárfestar en aðrir? Varla. Eru Kanadamenn ekki ágætir líka? Jú, ekki verður annað séð.“ Þetta segir Ragnar Önundarson, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, í aðsendri grein í Viðskiptablaðinu í dag.

Hann gagnrýnir harðlega það „tvöfalda siðgæði“ sem einkennt hefur umræðu um erlenda fjárfestingu í landinu. Hann segir Íslendinga eiga um 550 milljarða króna í erlendum eignum sem m.a. séu bundnir í auðlindum annarra þjóða. „Fjárfest er í öllum atvinnugreinum, þ.m.t. auðlindum annarra þjóða. Öllum finnst okkur þetta sjálfsagt og eðlilegt, rétt eins og við fáum aðgengi að vinnumörkuðum og háskólum erlendis, svo dæmi séu tekin. Þessi eign átti sinn þátt í að verja lífeyrissjóðina í hruninu og um leið heildarstöðu landsins gagnvart umheiminum og þar með sjálft sjálfstæði þess.“

-Nánar í Viðskiptablaðinu