Sjóklæðagerðin, sem framleiðir vörur 66°Norður hefur verið dæmd til að greiða fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu liðlega 109 milljónir króna auk dráttarvaxtar og málskostnaðar. Hann stefndi fyrirtækinu vegna kaup- og sölurétt í hlutum í Sjóklæðagerðinni sem samið var um.

Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hafi áunnið sér rétt til að kaupa hlut í fyrirtækinu samkvæmt samningi. Með tilkynningu til stjórnar 28. febrúar 2011 hafi stofnast samningsbundin fjárkrafa á hendur Sjóklæðagerðinni sem nam mismun kaup- og söluverðs. Verður fallist á með framkvæmdastjóranum fyrrverandi að umsamið kaupverð hafi verið innt af hendi með skuldajöfnuði við kröfu fyrirtækið  á grundvelli söluréttar.

Fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjaness kvað upp dóminn.