Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í fyrradag frá málum Héraðssaksóknara gegn fimm systkinum kenndum við Sjólaskip. Um fjögur hefðbundin tekjuskattsmál einstaklinga er að ræða og eitt er lýtur að breskum félögum sem saksóknari telur að hafi átt að bera skattskyldu hér á landi.

Samkvæmt ákæru nema vangreidd opinber gjöld rúmlega milljarði króna. Fyrri málunum var vísað frá á grunni banns Mannréttindasáttmála Evrópu við tvöfaldri refsingu og tvöfaldri málsmeðferð en í hinu síðastnefnda féllst dómari málsins á kröfu verjenda um að ákæran væri óglögg. Finnur Þór Vilhjálmsson, sækjandi málsins, segir að úrskurðirnir verði kærðir til Landsréttar