„Við ákváðum bara að söðla um og erum farin út í afþreyingu fyrir ferðamenn,“ segir athafnamaðurinn Eyþór Guðjónsson. Hann og Ingibjörg Guðmundsdóttir, kona hans, hafa selt 51% hlut sinn í skemmtigarðinum í Smáralind. Kaupendur eru systkinin Guðmundur og Berglind Jónsbörn, oftast kennd við útgerðina Sjólaskip í Hafnarfirði. Þau systkinin áttu fyrir 49% hlut í skemmtigarðinum í Smáralind í gegnum þrjú einkahlutafélög.

Nafni skemmtigarðsins hefur nú verið breytt í Smáratívolí. „Nafnið lýsir staðnum betur en áður. Þetta er jú tívolí,“ segir Eyþór. Hann vill ekkert gefa upp um tölur, hvorki kaupverð né veltu í skemmtigarðinum.

Engar breytingar eru fyrirhugaðar á rekstri eða fyrirkomulagi skemmtigarðsins fyrir utan eigendabreytingu og nýtt nafn. Reyndar hefur nýr framkvæmdastjóri tekið við rekstri garðsins. Það er María, dóttir Guðmundar Jónssonar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .