Sjómannaalmanak Skerplu 2006 er komið út og er þetta almanak það tíunda í röðinni. Í bókinni eru rúmlega 1200 litmyndir af íslenskum skipum en um fimmtungur þeirra hefur verið endurnýjaður frá síðustu útgáfu. Auk skipaskrárinnar er bókin fullgilt íslenskt sjómannaalmanak.

Óhætt er að fullyrða að Sjómannaalmanak Skerplu er vinsælasta bókin um borð í íslenskum skipum og þótt víðar væri leitað. Almanakið hefur notið yfirburða hylli hjá sjómönnum, enda hafa útgefendur þess frá upphafi verið í fararbroddi hvað varðar nýjungar og þjónustu við lesendur sína.

Sérstök áhersla hefur verið lögð á það á undanförnum árum að endurnýja myndir af skipum í skipaskránni í Sjómannaalmanakinu sem og á vefnum Skip.is. Við það verk hafa ljósmyndararnir Alfons Finnsson, Hafþór Hreiðarsson, Jón Páll Ásgeirsson og Þorgeir Baldursson, sem eiga flestar skipamyndanna í skipaskránni, lagt mest af mörkum.

Í Sjómannalmanaki Skerplu 2006 er m.a. að finna upplýsingar um skipaskrá, aflaheimildir, hafnaskrá, sjávarföll, vitaskrá, sólartöflur og auk þess upplýsingar eins og lög og reglur sem snúa að veiðum ásamt mörgu öðru. Samkvæmt könnunum sem útgefandi hefur gert þá nota um 90% skipstjórnarmanna Sjómannaalmanak Skerplu mikið eða mjög mikið.

Sjómannaalmanak Skerplu er 880 síður að stærð. Ritstjóri er Sævar Helgason, sölustjóri skráninga er Sigríður Hermannsdóttir og auglýsingastjóri er Hertha Árnadóttir.

Útgefandi er Fiskifréttir ehf. en allir áskrifendur Fiskifrétta fá bókina senda sér að kostnaðarlausu