Rithöfundurinn Sjón hlaut Bókmenntaverðlaun Íslands árið 2013 í flokki fagurbókmennta fyrir bókina Mánasteinn. Verðlaunin voru afhent á Bessastöðum í dag. Í flokki barna- og unglingabóka hlaut Andri Snær Magnason verðlaun fyrir bókina Tímakistan og Guðbjörg Kristjánsdóttir verðlaun í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis fyrir Íslensku teiknibókina.

Viðskiptablaðið birti umfjöllun um Mánastein fyrir síðustu jól en á eftir að gera slíkt um Tímakistuna. Í umfjöllun VB.is sagði að þótt bókin léti ekki mikið yfir sér þá væri þetta kraftmikil saga af reykvískum unglingspilti í spænsku veikinni. Pempíur ættu hins vegar að finna sér annað að lesa.