Íslenskir lífeyrissjóðir eru fyrirferðamiklir á íslenskum fjármálamarkaði sem helstu eigendur skráðra verðbréfa bæði beint og óbeint og hefur verið gagnrýnt hversu umsvifamiklir þeir eru. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) stóð í dag fyrir hádegisverðarfundi á Grand hóteli um eignarhald lífeyrissjóða í íslensku atvinnulífi.

Helgi Magnússon, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sagði á fundinum að í raun væri vandinn ekki stærð lífeyrissjóðanna heldur skortur á einkafjárfestum. Taldi hann því næst upp þær atvinnugreinar þar sem lífeyrissjóðirnir væru ekki umfangsmiklir og sagði hann að í raun og veru væru lífeyrissjóðir ekki jafn stórir í atvinnulífinu og af væri látið.

Rætt var um hugsanlega sölu á Landsvirkjun til lífeyrissjóða. Helgi sagði það vera eitthvað sem ætti að skoða. Magnús Halldórsson, blaðamaður á Kjarnanum, tók undir það að á meðan það væru höft þyrfti ríkið að skoða það alvarlega að selja hlut Landsvirkjunar.

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sagði sölu Landsvirkjunar slæma viðskiptahugmynd þegar vitað væri að arðsemi fyrirtækisins gæti aukist stórlega á næstu árum. Hann sagði það hinsvegar vænlegri kost að taka Landsnet út úr Landsvirkjun og selja hlut af Landsneti til lífeyrissjóðanna.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)