Ekki eru vísbendingar um að línuleg dagskrá í íslensku sjónvarpi sé á undanhaldi, að sögn Frið­riks Friðrikssonar, framkvæmdastjóra SkjásEins. Nýlega sýndi SkjárEinn sjónvarpsþáttaröðina Under the Dome í streymisþjónustunni SkjáFrelsi. Friðrik segir að slíkar sýningar styðji við hefðbundið áskriftarsjónvarp í línulegri dagskrá frekar en að grafa undan því.

Viðskiptablaðið fjallaði í síðustu viku um undirbúning nokkurra aðila að uppsetningu á svokall­aðri áskriftar­vodsjónvarpsþjón­ustu, en þekktasta slíka þjónustan er Netflix. Friðrik segir mikið umrót á sjónvarpsmarkaðnum og að fyrir­tæki eins og Netflix séu að setja ný viðmið í þjónustunni. „Menn reyndu hver fyrir sig að finna leiðir til að bregðast við þessum nýju aðstæðum. Ég sé ekki fyrir mér að fólk sé að hætta að horfa á sjónvarp,.“ segir hann.

Friðrik segir að tilraunin með sýn­ingu þáttanna Under the Dome hafa gengið mjög vel, en með sýningunni er SkjárEinn að fylgja fordæmi Netflix og Amazon, en bæði fyrirtækin hafa framleitt sjónvarpsþáttaraðir og sett þær allar inn í einu til niðurhals.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .