Íslendingar eru orðnir meðvitaðri og áhugasamari um kjöt og kjötvörur, sem þeir leggja sér til munns, að sögn Geirs Rúnars Birgissonar, kjötiðnaðarmanns sem rekur Kjötbúðina við Grensásveg.

„Við látum kjötið hanga eins og á að gera, en það er algengara en áður að fólk spyrji okkur hvað kjötið sé búið að hanga lengi og hvort það sé tilbúið til eldunar strax.“

Hann segir að hugsanlega sé ástæðuna að finna í aukinni umfjöllun um mat og eldun í sjónvarpi. Bæði erlendir og innlendir sjónvarpskokkar leggja áherslu á gott hráefni og rétta meðferð á því við eldun og segir Geir Rúnar að það skili sér í meiri þekkingu og áhuga almennings á kjötvörum.

Nánar er fjallað um eldamennsku í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Geir Rúnar Birgisson - Kjötbúðin
Geir Rúnar Birgisson - Kjötbúðin
© BIG (VB MYND/BIG)

Geir Rúnar selur áhugasömum Íslendingum íslenskt nautakjöt.