Sagafilm og RÚV leita nú að frumkvöðlum til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð sem sýnd verður á RÚV næsta vetur. Í honum verður fylgst með frumkvöðlum af ýmsum toga þróa hugmyndir sínar og sjá þær verða að veruleika. Umsóknarfrestur rennur út á laugardaginn.

Að sögn Þórdísar Jóhannsdóttur Wathne, eins af aðstandendum þáttarins, er hann m.a. til þess fallinn að gera frumkvöðlastarfið sýnilegra. „Hugmyndirnar geta verið á mörgum stigum, hvort sem þær séu á byrjunarstigi eða lengra komnar. Fjölbreyttur hópur leiðbeinenda mun aðstoða teymin sem fá tækifæri til að komast í snertingu við þjóðina og markaðinn í þáttunum. Svo verður hópfjármögnun í lok þáttaseríunnar þar sem almenningur getur fjárfest í afurð frumkvöðlanna,“ segir Þórdís.

Hér er hægt að sækja um.