*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 29. nóvember 2013 10:22

Sjóræningjarnir á Patró gjaldþrota

Eigið fé félagsins sem heldur utan um rekstur Sjóræningjahússins á Patreksfirði var neikvætt um 10 milljónir um síðustu áramót.

Jón Aðalsteinn Bergsvein
Patreksfjörður.
Aðsend mynd

Félagið Sjóræningjar ehf sem rekur Sjóræningjahúsið á Patreksfirði var úrskurðað gjaldþrota í héraðsdómi Vestfjarða 20. nóvember síðastliðinn. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að skiptastjóri hafi verið skipaður yfir þrotabúinu.

Engin starfsemi er nú í Sjóræningjahúsinu, sem alla jafna er opið á sumrin. Sjóræningjahúsið opnaði á Patreksfirði fyrir fjórum árum. Í húsinu er veitingahús og safn. Tónlistarmenn hafa þar troðið upp og haldin sirkussýning þar.

Fram kemur í ársreikningi Sjóræningja að rúmlega 5,3 milljóna króna tap varð af rekstri félagsins í fyrra. Eignir námu um síðustu áramót rúmum 5,4 milljónum króna. Mestu munar um fasteign upp á 3,3 milljónir króna. Á móti námu skuldir tæpum 16 milljónum króna og var eigið fé félagsins neikvætt um 10,3 milljónir króna.

Í skýringum við ársreikninginn segir að á eignum félagsins hvlíli þinglýst veð og skuldbindingar til tryggingar skuldum.