Sjóræningjar réðust með skothríð á norska viðgerðarskipið Viking Forcados í nótt. Skipverjar var þá að undirbúa viðgerð á olíuleiðslu fyrir ExxonMobil olíufélagið úti fyrir strönd Nígeríu að því er segir í fréttum norskra fjölmiðla.

Ráðist var á skipið snemma í morgun, en í áhöfn voru samtals 52 þar af eru 12 Norðmenn, en aðrir eru frá Nígeríu. Engan skipverjanna sakaði þrátt fyrir skothríðina að sögn sjóbjörgunarstöðvarinnar HRS í suður Noregi. Nokkrir sjóræningjanna komust um borð í skipið, en áhöfninni tókst að króa þá af. Eftir tvo klukkutíma og einhverja skothríð gáfust ræningjarnir upp og yfirgáfu skipið.