Stefnt er að sjósetningu Venusar NS um næstu mánaðamót en Venus NS er annað af tveimur nýjum uppsjávarskipum HB Granda sem eru í smíðum í Tyrklandi. Skipið á að vera tilbúið til afhendingar á næsta ári. Þetta kemur frá á vef Skessuhorns.

,,Nú er mest unnið við það sem þarf að klára fyrir sjósetningu skipsins. Það er búið að ganga frá stýri, skrúfubúnaði, hliðarskrúfum og verið er að ganga frá botnstykkjum. Þá er einnig unnið að því að undirbúa sleðann, sem skipið verður dregið á út í flotkví fyrir sjósetningu,“ segir Þórarinn Sigurbjörnsson sem er eftirlitsmaður með verkinu. Hann segir að vinnan miði ágætlega en smíðin sé þó enn á eftir áætlun.

Seinna skipið, Víkingur AK 100, verður afhent í október á næsta ef áætlanir ná fram að ganga.