Samkvæmt upplýsingum frá Atvinnuþróunarfélagi Vest­ fjarða (Atvest) nýta milli 2.500 og 2.700 manns á ári sér þjónustu fyrirtækja á Vestfjörð­ um sem bjóða upp á sjóstangveið­ ar. Flestir koma frá Þýskalandi. Er greint frá þessu í Fiskifréttum.

Shiran Þórisson, framkvæmda­ stjóri Atvest, segir þrjú fyrirtæki á Vestfjörðum leiðandi á þess­ um markaði auk þess sem nokk­ ur minni fyrirtæki bjóði svipaða þjónustu. „Áætlað er að fyrirtæk­ in í þessum geira velti milli 800 til 900 milljónum króna á ári. Þessi starfsemi krefst mikilla fjárfest­ inga og nær aðeins yfir fjögurra mánaða tímabil þannig að fyr­ irtækin þurfa að straumlínulaga reksturinn svo að fastur kostn­ aður sé í lágmarki yfir vetrar­ mánuðina.“