Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 23. desember til og með 29. desember 2011 var 75. Þar af voru 55 samningar um eignir í fjölbýli, 12 samningar um sérbýli og 8 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði að því er kemur fram í Markaðsfréttum Þjóðskrár Íslands. Heildarveltan var 3.434 milljónir króna og meðalupphæð á samning 45,8 milljónir króna.

Þá kemur fram að á sama tíma hafi tveimur kaupsamningum verið þinglýst á Suðurnesjum, þremur á Akureyri. Þeir hafi allir verið um eignir í fjölbýli. Heildarveltan hafi numið 54 milljónir króna og meðalupphæð á samning 17,8 milljónir króna. Á sama tíma hafi sexkaupsamningum verið þinglýst á Árborgarsvæðinu, þar af hafi tveir samningar verið um eignir í fjölbýli og fjórir samningar um sérbýli. Heildarveltan hafi numið 116 milljónum króna og meðalupphæð á samning 19,4 milljónum króna.