Hátt á sjötta hundrað umsóknir bárust um skólavist við Háskólann á Bifröst fyrir næsta haust. Umsóknarfrestur rann út 15. júní. Hátt í 50% fleiri umsóknir bárust í háskóladeildirnar en á síðasta ári. Í nám á meistarastigi bárust tæplega 170 umsóknir og í grunnnám háskólans bárust tæplega 200. Í Háskólagátt sem er aðfararnám að háskólanámi bárust um 200 umsóknir.

Í tilkynningu frá Bifröst segir að nýjar námslínur í bæði grunn- og meistaranámi hafi verið settar á fót og þær hlotið mjög góðar viðtökur og sýnileg veruleg fjölgun nemenda næsta skólaár. Næsta haust muni skólinn skipuleggja allt nám í lotubundinni kennslu og sama rennsli verður í staðnámi og fjarnámi. Allir nemendur skólans munu geta nálgast hefðbundna fyrirlestra á netinu og tímar í staðnámi verða þess í stað notaðir til verkefnavinnu og umræðna.